Fjöldi Audi Q8-rafmagnsbíla er nú við höfnina í Þorlákshöfn en bílarnir voru sérpantaðir hingað til lands vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í næsta mánuði.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru um 70 bílar pantaðir til landsins til að flytja þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn í tengslum við fundinn.
Engar upplýsingar fengust um bílana hjá Heklu, umboði Audi á Íslandi, í gær.
Þannig er ekki vitað hvort þeir eru á einhvern hátt sérútbúnir til að mæta öryggiskröfum. Fremst á myndinni má sjá nokkra af Audi-jeppunum.