Útkall á urðunarstað í Álfsnesi

Sorpa í Álfsnesi.
Sorpa í Álfsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Einn dælubíll fór í útkall um fjögurleytið í nótt vegna jarðvegshita á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.

Að sögn varðstjóra hjá slökkiliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru starfsmenn Sorpu byrjaðir „að grafa í þessu og hleypa hitanum út” þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Ekkert þurfti því að gera af hálfu slökkviliðsins í þetta sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert