Aukning á fjármagni til háskólanna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir mikið ánægjuefni …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir mikið ánægjuefni að verkefnið Samstarf háskóla haldi áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auka á fjár­magn til há­skóla­stigs­ins næstu fimm árin upp á 6 millj­arða króna sam­kvæmt nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu inni á vef Stjórn­ar­ráðsins

Ný sókn fyr­ir há­skóla­stigið

Þá kynnti Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, áhersl­ur fjár­mála­áætl­un­ar í mála­flokk­um ráðuneyt­is­ins á Alþingi í dag. Hún seg­ir hana fagnaðarefni fyr­ir há­skóla­stigið. Hún hafi bent á að í kjöl­far efna­hags­hruns hafi fjár­veit­ing­ar til há­skóla verið skorn­ar niður og vís­bend­ing­ar séu um að þró­un­in sé far­in að bitna á gæðum há­skóla­náms.

„Ég hef sagt að við það verði ekki unað enda eru alþjóðlega sam­keppn­is­hæf­ir há­skól­ar lyk­il­inn að aukn­um hag­vexti, bætt­um lífs­kjör­um auk þess sem há­skól­arn­ir gegna lyk­il­hlut­verki fyr­ir upp­lýsta sam­fé­lagsum­ræðu. Fjölg­un há­skóla­nema er líka for­senda þess að við get­um mannað vel­ferðarþjón­ust­una með þeim hætti af sómi sé af. Á tím­um heims­far­ald­urs voru fjár­veit­ing­ar til há­skól­anna tíma­bundið aukn­ar en með nýrri fjár­mála­áætl­un er Covid aukn­ing­in gerð var­an­leg og nem­ur hún um tveim­ur og hálf­um millj­arði. Þar að auki er strax á næsta ári sett­ur inn um einn millj­arður til styrk­ing­ar há­skóla­náms sem er mikið ánægju­efni. Segja má að þessi fjár­mála­áætl­un boði nýja sókn fyr­ir há­skóla­stigið. Í þeirri sókn legg ég áherslu á að aukn­ar fjár­veit­ing­ar fari í að bæta gæði há­skóla­náms og rann­sókna og til nýrra verk­efna í há­skól­un­um en ekki í óbreytta starf­semi.“

Gæði náms aukast

Aukn­ar fjár­veit­ing­ar næstu ára tryggja að á næstu mánuðum verður unnt að prufu­keyra nýtt reiknilík­an há­skóla sem verður haft til hliðsjón­ar við fjár­laga­vinnu árs­ins 2024. Líkanið mun í aukn­um mæli styðja við auk­in gæði náms en einnig mun það stuðla að stöðugri fjár­veit­ing­um, auka gagn­sæi, efla rann­sókn­ir og bæta fjár­mögn­un náms en í því sam­bandi má t.d. nefna fé­lags- og hug­vís­indi.

Lesa má til­kynn­ing­una í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert