Bætir yfirsýn NATO í kringum Ísland

Kristófer Liljar

„Þetta er ákvörðun sem skiptir raunverulegu máli og mun bæta getu Bandaríkjamanna og þar með Atlantshafsbandalagsins til þess að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast hérna í höfunum og auðvitað hefur það einnig óbein áhrif á okkur líka með tilliti til neðansjávarkapla og annars slíks.“

Með þessum orðum lýsir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra inntaki þeirrar tilkynningar sem hún hefur sent frá sér þess efnis að bandarískum kjarnorkukafbátum verði kleift að koma upp á yfirborðið, sækja vistir og hafa áhafnaskipti, skammt utan strandlengju landsins.

Þórdís er gestur í nýjasta þætti Dagmála sem tekinn var upp strax í kjölfar ríkisstjórnarfundar í gær þar sem þessi ákvörðun var kynnt.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert