Tveir fólksbílar skullu saman á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn Bjarna Ingimarssonar, varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, voru sex manns í bílunum tveimur, fjórir í öðrum og tveir í hinum.
Allir eru komnir út úr bílunum tveimur og enginn er alvarlega slasaður. Verið er að skoða hvort flytja þurfi einn á slysadeild með minniháttar áverka.
Annar bíllinn valt og hafnaði á hvolfi. Af myndum frá vettvangi að dæma hafa bílarnir báðir orðið fyrir verulegu tjóni.