Íbúar undrandi á afgreiðslu málsins

Lóðin umrædda við Ásvallagötu.
Lóðin umrædda við Ásvallagötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúar á Ásvallagötu, Sólvallagötu og víðar í hverfinu eru margir hverjir mjög ósáttir við að Reykjavíkurborg skuli hafa tekið jákvætt í erindi um að byggja fjölbýlishús á Ásvallagötu 48 í Vesturbænum, að sögn viðmælenda blaðsins.

Guðbrandur Jóhannesson, íbúi á Sólvallagötu, er einn þeirra. Hann segir að margir nágrannar sínir séu verulega ósáttir og séu að vinna að því að senda inn greinargerðir til að verjast þeim fyrirætlunum að þar rísi sex hæða fjölbýlishús í stað einbýlishúss sem þar stendur.

Guðbrandur segir að það sé sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að Reykjavíkurborg hafi tekið jákvætt í fyrirspurn um að rífa umrætt einbýlishús í þeim tilgangi að byggja fjölbýliskumbalda í staðinn, því það sé ekki í samhengi við verndunarsjónarmið, hvorki húsafriðun né með hliðsjón af verndun svipmóts hverfisins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert