Ísland 30 til 50 árum á eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson fór yfir stöðu mála á fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson fór yfir stöðu mála á fundinum. mbl.is/Arnþór

„Við erum þrjátíu til fimmtíu árum á eftir þeim sem við berum okkur saman við þegar kemur að nýtingu vindsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem nú kynnir á Hótel Nordica, ásamt starfshópi sínum, niðurstöður stöðuskýrslu um greiningu og mat á viðfangsefninu.

Ráðherra segir mikla áhersla lagða á að horft sé til þess að ná sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna, en ljóst sé af opinberri umræðu að mikill áhugi ríki um þessi mál í samfélaginu og skoðanir um leið skiptar.

Fundir víða um land

Skýrslunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er ætlað að stuðla að samtali á meðal þjóðarinnar um vindorku og í kjölfar kynningarinnar í dag mun ráðherra, ásamt starfshópnum, halda opna fundi víða um land þar sem fjallað verður um stöðuskýrsluna, sem og orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. 

Guðlaugur Þór Þórðarson segir Ísland 30 til 50 árum á …
Guðlaugur Þór Þórðarson segir Ísland 30 til 50 árum á eftir samanburðarlöndum í vindorkumálum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hilmar Gunnlaugsson er formaður hópsins en auk hans sitja þar þau Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður sem ríður á vaðið í kynningu hópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka