Ísland 30 til 50 árum á eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson fór yfir stöðu mála á fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson fór yfir stöðu mála á fundinum. mbl.is/Arnþór

„Við erum þrjá­tíu til fimm­tíu árum á eft­ir þeim sem við ber­um okk­ur sam­an við þegar kem­ur að nýt­ingu vinds­ins,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, sem nú kynn­ir á Hót­el Nordica, ásamt starfs­hópi sín­um, niður­stöður stöðuskýrslu um grein­ingu og mat á viðfangs­efn­inu.

Ráðherra seg­ir mikla áhersla lagða á að horft sé til þess að ná sem breiðastri sátt um hag­nýt­ingu vindorku meðal lands­manna, en ljóst sé af op­in­berri umræðu að mik­ill áhugi ríki um þessi mál í sam­fé­lag­inu og skoðanir um leið skipt­ar.

Fund­ir víða um land

Skýrsl­unni, sem nú hef­ur litið dags­ins ljós, er ætlað að stuðla að sam­tali á meðal þjóðar­inn­ar um vindorku og í kjöl­far kynn­ing­ar­inn­ar í dag mun ráðherra, ásamt starfs­hópn­um, halda opna fundi víða um land þar sem fjallað verður um stöðuskýrsl­una, sem og orku­skipti með áherslu á hlut­verk vindorku. 

Guðlaugur Þór Þórðarson segir Ísland 30 til 50 árum á …
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son seg­ir Ísland 30 til 50 árum á eft­ir sam­an­b­urðarlönd­um í vindorku­mál­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hilm­ar Gunn­laugs­son er formaður hóps­ins en auk hans sitja þar þau Björt Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra um­hverf­is- og auðlinda­mála, og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fyrr­ver­andi alþing­ismaður sem ríður á vaðið í kynn­ingu hóps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka