Kæra kosningu í Digraneskirkju

Digraneskirkja
Digraneskirkja mbl.is/Sigurður Ægisson

Formaður sóknarnefndar Digraneskirkju hefur kært kosningu sem leiddi til hallarbyltingar í sókninni. Gerir formaðurinn, Valgerður Snædal Jónsdóttir, athugasemdir við að fjöldi þeirra sem hafi kosið hafi verið með umboð. Meðal annars frá fyrrum formanni sóknarnendar og fyrrum organista safnaðarins. 

Vísir sagði frá frá hallarbyltingunni

Segir í kærunni að óskað sé eftir niðurskurði um ógildingu kosningar og að framhaldsfundur verði boðaður. 

Mættu í krafti umboða

„Á fundinn mætti hópur fólks með fjölda „umboða“ (Sólveig Sigríðarr Einarsdóttir, fyrrverandi organisti og Margrét Loftsdóttir, fyrrverandi formaður sóknarnefndar, voru með flest umboðin) og fullyrtu að það væri gert samkvæmt heimild frá lögfræðingi biskups. Prófastur tjáði fundarstjóra að lögfræðingur biskups héldi því fram að umboðskosningin væri lögleg. Því hélt fundarstjóri áfram á þeirri braut.

Aldrei hefur þurft að hafa sérstaka kjörstjórn til staðar áður á aðalsafnaðarfundum í Digranes-kirkju en nú hefði þurft að hafa sérstaka kjörstjórn til að tryggja að kosning færi fram samkvæmt lögum og fundarmenn hefðu kosningarétt.

Engin kjörskrá kynnt 

Kjörskrá lá ekki frammi fyrir fundinn þrátt fyrir beiðni formanns sóknarnefndar þar um á sóknarnefndarfundi 5. apríl sl. þar sem afleysingasóknarprestur, Alfreð Örn Finnsson og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, Bryndís Malla Elídóttir, höfnuðu ósk formanns sóknarnefndar um að útprentuð kjörskrá lægi frammi fyrir fundinn þannig að hægt væri tryggja að fundarmenn byggju í sókninni, hefðu kosningarétt á fundinum og væru í þjóðkirkjunni.

Biskupsritari, Pétur Markan, prófastur, Bryndís Malla Elídóttir og afleysingasóknarprestur Alfreð Örn Finnsson, sátu fundinn, fylgdust með kosningunum allan tímann og gerðu engar athugasemdir við að helmingur af atkvæðunum á fundinum voru ólöglegar „umboðsatkvæði“.

Hér með er óskað eftir að dómsmálaráðherra hlutist til um að það sem gerðist á aðalsafnaðar-fundinum í Digraneskirkju í kvöld verði rannsakað,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert