Laxinn í útrýmingarhættu

Gísli Ásgeirsson, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Sir Jim Ratcliffe við …
Gísli Ásgeirsson, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Sir Jim Ratcliffe við upphaf ráðstefnu Six Rivers um framtíð laxins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er nauðsynlegt að finna leiðir til að vernda villta laxastofna í Atlantshafi. Ef við ætlum að gera eitthvað í því þarf að bregðast skjótt við. Þeir eru ekki margir eftir. Ég met það sem svo að við höfum útrýmt 95% af laxastofnunum á síðustu tvö til þrjú hundruð árum. Það eru ekki margar laxveiðiár sem verða áfram til í núverandi mynd ef ekki verður brugðist við,“ segir Sir Jim Ratcliffe. Hann er stofnandi Six Rivers Iceland verkefnisins sem efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík um framtíð Atlantshafslaxins.

Six Rivers Iceland leggur áherslu á verndun bæði lands og vistkerfis nokkurra þekktra laxveiðiáa á Norðausturlandi og að styðja viðgang laxastofna þeirra. Þekktastar þeirra eru Selá og Hofsá enda eftirsóttar veiðilendur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka