Laxinn í útrýmingarhættu

Gísli Ásgeirsson, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Sir Jim Ratcliffe við …
Gísli Ásgeirsson, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Sir Jim Ratcliffe við upphaf ráðstefnu Six Rivers um framtíð laxins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er nauðsyn­legt að finna leiðir til að vernda villta laxa­stofna í Atlants­hafi. Ef við ætl­um að gera eitt­hvað í því þarf að bregðast skjótt við. Þeir eru ekki marg­ir eft­ir. Ég met það sem svo að við höf­um út­rýmt 95% af laxa­stofn­un­um á síðustu tvö til þrjú hundruð árum. Það eru ekki marg­ar laxveiðiár sem verða áfram til í nú­ver­andi mynd ef ekki verður brugðist við,“ seg­ir Sir Jim Ratclif­fe. Hann er stofn­andi Six Ri­vers Ice­land verk­efn­is­ins sem efn­ir til alþjóðlegr­ar ráðstefnu í Reykja­vík um framtíð Atlants­hafslax­ins.

Six Ri­vers Ice­land legg­ur áherslu á vernd­un bæði lands og vist­kerf­is nokk­urra þekktra laxveiðiáa á Norðaust­ur­landi og að styðja viðgang laxa­stofna þeirra. Þekkt­ast­ar þeirra eru Selá og Hofsá enda eft­ir­sótt­ar veiðilend­ur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert