Macron boðar komu sína í Hörpu

Emmanuel Macron verður einn þeirra þjóðarleiðtoga er koma á leiðtogafundinn …
Emmanuel Macron verður einn þeirra þjóðarleiðtoga er koma á leiðtogafundinn sem haldinn er í Reykjavík í næsta mánuði. AFP/Ludovic Marin

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, verður einn þeirra þjóðarleiðtoga sem fjölmennir leiðtogafund Evrópuráðsins sem er haldinn í Hörpu í næsta mánuði. Franski miðillinn Dernieres Nouvelles d'Alsace greinir frá. 

Í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku sagði Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, verk­efna­stjóri alþjóðamála í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, að 44 leiðtogar Evrópuráðsins hefðu staðfest komu sína með formlegum eða óformlegum hætti.

Fundurinn verður einn stærsti alþjóðlegi viðburður sem Ísland hefur haldið frá Höfðafundinum árið 1986. Þar verða grunngildi Evrópuráðsins rædd og hvert stefna beri til framtíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert