Nokkrir slasaðir eftir að rúta valt út í á

Kort/map.is

Rúta valt út í á við Saurbæ í Skagafirði um klukkan 14.30 í dag. Þrettán manns, allt ferðamenn, voru um borð í rútunni. Enginn er í lífshættu en nokkrir eru með alvarleg meiðsli og fleiri með minni.

Þetta staðfestir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri brunavarna Skagafjarðar, í samtali við mbl.is.

Allir farþegar voru komnir út úr rútunni þegar slökkvilið kom á vettvang. Almannavarnaviðbragð á svæðinu hefur verið virkjað. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Varmahlíð, björgunarsveitir frá Varmahlíð og Sauðárkróki voru kallaðar út, og lögreglu- og sjúkrabílar komu frá Sauðárkróki og Blönduósi.

Svavar sagði aðgerðirnar ganga vel, verið var að taka farangur og allt dót úr rútunni en síðan áti að vinna við að rétta rútuna við og koma henni úr ánni. Hann bjóst við því að aðgerðir myndu standa fram eftir degi. 

Uppfært kl. 16.45:

Búið er að koma hinum slösuðu af vettvangi, samkvæmt upplýsingum mbl.is, og verið að hlúa að öðrum í fjöldahjálparmiðstöðinni.

Almannavarnaviðbragð var virkjað.
Almannavarnaviðbragð var virkjað. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert