Maður slapp út úr jeppa eftir að eldur kviknaði í afturhluta bifreiðarinnar út frá bensíntanki í gærmorgun á Reykjanesbraut við Hnoðraholt í Garðabæ.
Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns slapp ökumaðurinn ómeiddur frá slysinu.
Ekki tókst að bjarga jeppanum sem varð eldinum að bráð, en bíllinn var dreginn af vettavangi eftir að slökkviliðsmenn kældu hann. Töluverðar umferðartafir voru vegna slyssins í gær.