Á morgun, sumardaginn fyrsta, verða takmarkanir á umferð í miðbæ Reykjavíkur frá klukkan 10.30 til 13.15 vegna 107. Víðavangshlaups ÍR sem jafnframt er meistaramót í 5 km götuhlaupi.
Þátttakendur í hlaupinu verða rúmlega 500. Á meðal þeirra eru ÍR-ingarnir Hlynur Andrésson og Andrea Kolbeinsdóttir.
Götulokanir verða í kringum Pósthússtræti, Lækjargötu frá Bankastræti, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Skothúsveg og Tjarnargötu.
Hlaupið verður ræst í Pósthússtræti, að því er kemur fram í tilkynningu.