Óvenju mikill hiti hefur verið á landinu í dag, síðasta vetrardag, og hefur hitinn verið mestur nú síðdegis.
Mestur hefur hann verið á Austurlandi, en á Hallormsstað mældist til að mynda 18,4 gráða hiti á liðinni klukkustund.
Í Neskaupstað mæiist álíka hiti, en þar hefur hiti verið yfir 16 gráðum frá því í morgun. Hæst hefur hitastigið þar náð 18,3 gráðum.
Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði hefur á sama tíma mælst 18 gráða hiti, og litlu minni á Egilsstaðaflugvelli.
Nærri 18 gráða hiti hefur einnig mælst í Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Þar fór hitastigið yfir 16 gráður um klukkan átta í morgun.