Vill breytingar á heimavitjunum ljósmæðra

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðisráðherra vill breyta samningi ráðuneytisins um heimavitjanir ljósmæðra þannig að þær nái einnig til þeirra sem hafi misst hafa á öðrum þriðjungi meðgöngunnar. Kynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra þessa fyrirætlun sína á ráðstefnu Gleym mér ei styrktarfélags um missi á barneignarferlinu í dag.

Í tilkynningu frá Gleym mér ei segir að þessi breyting muni marka tímamót, en heima­vitj­an­ir ljósmæðra ná til barna sem eru fædd andvana eftir 22 vikur og lifandi fæddra barna.

Heilbrigðisráðherra hét jafnframt stuðningi ráðuneytisins í baráttu Gleym mér ei fyrir bættum réttindum þeirra sem missa á barneignarferlinu.

Ráðstefnan, sem stendur yfir í dag, er haldin í tilefni af tíu ára afmæli Gleym mér ei styrktarfélags og er ætlað að leiða saman heilbrigðisstarfsfólk á öllum sviðum og ráðamenn til að vinna saman að framþróun og bættum stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, en málefnið snertir fjölda fólks á ári hverju. Á Íslandi hafa 62 börn fæðst andvana eftir 22+ vikna meðgöngu og 19 börn látist innan við viku eftir fæðingu síðastliðin fimm ár, eða að meðaltali 2,8 dauðsföll á hverjar þúsund fæðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert