Árdís Björk nýr framkvæmdastjóri lækninga

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Ljósmynd/Aðsend

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.

Árdís útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 2008 en hún hefur sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum.

Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð.

Árdís kemur að fullu til starfa síðsumars en mun þó hefja störf að hluta í júní. Stefán Yngvason, núverandi framkvæmdastjóri lækninga, hefur sagt upp störfum að eigin ósk en mun gegna starfinu fram á sumar þar til Árdís tekur við keflinu.

„Við bjóðum Árdísi velkomna í Reykjalundarhópinn en það er sannarlega fengur að fá hana til okkar,“ er haft eftir Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar í tilkynningunni.

Haft er eftir Árdísi, í tilkynningu frá Reykjalundi að henni þyki framkvæmdastjórastaðan á Reykjalundi mjög spennandi og að hún líti á Reykjalund sem frábæran vinnustað með mikla möguleika. Hún segist hafa brennandi áhuga á endurhæfingu og segist sjá gríðarleg tækifæri í að fá að taka þátt í að móta og þróa endurhæfingu á Íslandi til framtíðar.

Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS, sem hefur verið starfandi frá árinu 1945. Um er að ræða stærstu endurhæfingarstofnun landsins sem þjónar öllu landinu en þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert