Aukin útgjöld til tæknifrjóvgana

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkratryggingar vörðu um 323 milljónum króna til tæknifrjóvgana á árunum 2019-2022. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur alþingismanns um tæknifrjóvganir og ófrjósemisaðgerðir.

Kostnaðurinn hefur aukist um nærri 80% frá 2019 þegar hann nam rúmlega 55 milljónum króna. Kostnaðurinn hefur aukist með hverju árinu. Á síðasta ári greiddu Sjúkratryggingar um 99 milljónir króna til tæknifrjóvgana.

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjúkratryggingar tóku þátt í kostnaði við 1.983 tæknifrjóvganir á árunum 2019-2022. Aðgerðunum hefur farið fjölgandi. Árið 2019 voru þær 377 en 571 árið 2022. Sjúkratryggingar tóku þátt í kostnaði við 1.026 aðgerðir vegna fyrstu meðferðar tæknifrjóvgana en 948 vegna annarrar til fjórðu meðferðar. Kostnaður sjúkratryggðra vegna tæknifrjóvgana er þó mun hærri eða um 626 milljónir samkvæmt svari heilbrigðisráðherra á árunum 2019-2022.

Embætti landlæknis hefur ekki upplýsingar um fjölda ófrjósemisaðgerða eftir árið 2018 vegna breytinga á lögum sem var ætlað að tryggja einstaklingum sjálfsforræði um að taka ákvörðun um ófrjósemisaðgerð. Í lögunum er ekki kveðið á um að landlæknir haldi sérstaklega utan um þessa tölfræði. Flestar ófrjósemisaðgerðir eru gerðar utan sjúkrahúsa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert