Ekið var á gangandi vegfaranda í Grafarvogi um klukkan 13 í dag og var sá sem fyrir bifreiðinni varð fluttur á slysadeild.
Að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjóns og stöðvarstjóra á lögreglustöð 4 í Reykjavík, er viðkomandi líklega með opið beinbrot eftir slysið.
Hinn slasaði var með meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.
Slysið varð á Víkurvegi í Grafarvogi.