Finnur Ricart Andrason er nýr formaður Ungra umhverfissinna á Íslandi en ný stjórn er tekin við í félaginu.
Aðalfundur Ungra umhverfissinna var haldinn 15. apríl en samkvæmt fréttatilkynningu eru nú 1.500 félagar í félaginu.
Nýkjörin stjórn er skipuð eftirtöldum:
Forseti: Finnur Ricart Andrason
Varaforseti: Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir
Ritari: Snorri Hallgrímsson
Gjaldkeri: Una Lilja Erludóttir
Kynningar- og fræðslufulltrúi: Bára Örk Melsted
Loftslagsfulltrúi: Cody Alexander Skahan
Náttúruverndarfulltrúi: Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir
Hringrásarhagkerfisfulltrúi: Emily Jaimes Richey-Stavrand