Keyrði undir áhrifum með barn sem farþega

Lögreglan stóð vaktina í dag, eins og aðra daga.
Lögreglan stóð vaktina í dag, eins og aðra daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt fyrir klukkan tvö í dag var karlmaður handtekinn við að aka bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna í miðborg Reykjavíkur. Í bifreiðinni var barn farþegi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Barnavernd var gert viðvart um atvikið en málefni karlmannsins var unnið samkvæmt því verklagi sem unnið er eftir vegna fíkniefnaaksturs. 

Ók á vegrið

Annar ökumaður var handtekinn laust fyrir klukkan hálf tólf í morgun eftir að hann ók bifreið sinni aftan á aðra á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og var því handtekinn. Honum var sleppt úr haldi síðdegis að skýrslutökum loknum. Báðar bifreiðarnar skemmdust talsvert en ekki urðu slys á fólki. 

Klukkan rétt rúmlega hálf fjögur í dag var bifreið ekið á vegrið á Laugavegi. Engin slys urðu á fólki en skemmdir urðu á umferðarmannvirkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert