Stöðvaði urðun hræjanna frá Miðfirði

Birgir Ingþórsson, bóndi á Uppsölum. Urðun á hræjum frá Syðri-Urriðaá …
Birgir Ingþórsson, bóndi á Uppsölum. Urðun á hræjum frá Syðri-Urriðaá var stöðvuð að hans frumkvæði á þriðjudag. Ljósmynd/Aðsend

„Bæði Mat­væla­stofn­un og Mat­vælaráðuneytið hef­ur gengið mjög frek­lega fram við að fara á svig við lög og regl­ur,“ seg­ir Birg­ir Ingþórs­son, bóndi á Upp­söl­um, en urðun fjár­stofns­ins frá Syðri-Urriðaá sem átti að fara fram á Lækj­ar­mót­um á þriðju­dag, var stöðvuð að hans frum­kvæði.

„Þetta var ákveðið bara einn, tveir og þrír. Það var eng­inn lát­inn vita af því að það skyldi urða þarna. Ég vissi ekki bet­ur en það væru lög og regl­ur í land­inu og það þyrfti sér­stakt leyfi og grennd­arkynn­ingu ef ætti að fara að urða dýra­hræ,“ seg­ir Birg­ir.

Hótaði lög­banni

Birg­ir gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við urðun­arstaðinn en hann á jörðina Mel­rakka­dal ásamt syni sín­um og nota þeir jörðina sem rækt­ar og beit­ar­land.

„Ég hafði sam­band við Mat­væla­stofn­un og Um­hverf­is­stofn­un. Þá hafði ég sam­band við héraðsdýra­lækni og svo full­trúa í sveit­ar­stjórn. Ég gerði þeim það fylli­lega ljóst að þetta yrði stöðvað með lög­banni eða ég myndi sækja málið og láta fjar­lægja þetta. Fyr­ir rest sáu þeir að sér.“

„Tel­ur sig geta valtað yfir okk­ur“

Birg­ir seg­ir Mat­væla­stofn­un hafa gengið harka­lega fram sem og Mat­vælaráðuneytið með ráðherra í broddi fylk­ing­ar.

„Ráðherra kem­ur að þessu máli. Hún tel­ur sig í sínu valdi geta valtað yfir okk­ur hinn al­menna þegn. Það var í raun og veru það sem ég var að stöðva.

Ég veit al­veg að stjórn­sýsl­an, hún þakk­ar mér ekki neitt, ég get al­veg sagt þér það.“

Þetta bíður ekki enda­laust í jarðveg­in­um

Birg­ir seg­ir þá feðga nýta beit á næstu jörð og að sauðfé gangi þar um.

„Þetta stend­ur uppi í land­inu og þetta fer eitt­hvert, þetta bíður ekki bara enda­laust í jarðveg­in­um. Þarna er líka stutt í laxveiðiá og svo er læk­ur hinum meg­in.“

Hann spyr sig hvert þetta ber­ist og seg­ir ekk­ert annað í boði en að brenna hræ­in og að það sé ekki heim­ilt að urða bara ein­hvers staðar og ein­hvers staðar.

„Það er búið að dæma hjörðina sýkta og þess vegna er henni lógað og þá get­ur ekki verið eðli­legt að grafa þetta án þess að spyrja næstu ná­granna.“

Fara með á lög­leg­an urðun­arstað

Birg­ir seg­ir að ef um neyðarrétt sé að ræða, eins og hef­ur verið rætt, þá hljóti að vera eðli­legt að fara með þetta á lög­leg­an urðun­arstað.

„Á lög­leg­um urðun­arstað er urðaður alls kon­ar úr­gang­ur. Ef beita á neyðarrétti hlýt­ur að vera eðli­legt að fara í svæði sem búið er að taka úr, búið að drena og annað þess hátt­ar og er stutt frá sjó.

Þannig er ekki að koma úr­gang­ur úr þessu niður yfir önn­ur lönd. Ef menn ætla að beita þessu þá á þetta að fara á lög­leg­an urðun­arstað en ekki bara eitt­hvað út í móa.“

Mátti setja í venju­lega frystigáma

Eins og fram hef­ur komið er bil­un í Kolku, einu brennslu­stöðinni í land­inu en stöðin verður kom­in í gagnið eft­ir rúma viku. Birg­ir seg­ir ekk­ert vanda­mál hafa verið að frysta hræ­in.

„Ég hef nú svo­lítið starfað við þenn­an geira. Það mátti bara setja þetta í venju­lega fyrstigáma en það mátti bara ekki setja of mikið í þá þannig að þetta væri fljótt að frjó­sa. Þá held ég að þetta hefði ekki verið vanda­mál,“ seg­ir hann.

Eina leiðin að urða á vottuðum urðun­arstað

Hann seg­ir einu leiðina nú vera að fara með hræ­in á vottaðan urðun­arstað þar sem nú sé far­in að mynd­ast gerj­un í þessu og þannig sé urðun eini kost­ur­inn í stöðunni.

„Það er ekki hægt að frysta þetta héðan af.“

Birg­ir var að lok­um spurður hvernig hann sæi mál­inu ljúka. Hann hugsaði sig um eitt augna­blik og sagði svo með al­var­leg­um tóni:

„Ég veit það ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert