Aðfaranótt sumardagsins fyrsta var lífleg hjá þeim sem voru á vakt hjá slökkviliðinu en töluverður erill var í sjúkraflutningum.
Eftir miðnætti voru tuttugu sjúkraflutningar og við það bættust sex útköll fyrir dælubíl slökkviliðsins en öll töldust þau vera minniháttar.
Slökkviliðið var kallað út vegna árekstursins sem varð á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar en ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Það komst út af sjálfsdáðum.
Alls voru 119 útköll vegna sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn.