Vetur og sumar frusu saman

Vetur og sumar frusu saman á Fáskrúðsfirði.
Vetur og sumar frusu saman á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Vetur og sumar frusu saman á fjórum stöðum að þessu sinni samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands. 

Í þremur tilfellum gerðist það á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú var talið boða gott fyrir landbúnaðinn ef vetur og sumar frusu saman. 

Á Fáskrúðsfirði frusu saman vetur og sumar þótt um tíu stiga hiti hafi verið á Seyðisfirði. Skýringin á því mun vera sú að suðvestan átt skilaði sér niður í Seyðisfjörð en ekki Fáskrúðsfjörð. 

Frjósi sum­ars fyrstu nótt
fargi eng­inn á né kú.
Gróðakon­um ger­ist rótt,
gott mun verða und­ir bú.

-Höfundur ókunnur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert