Ásgerður Ragnarsdóttir og Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem eru bæði héraðsdómarar, hafa verið metin hæfust til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis dómara við réttinn til sex ára.
Í umsögn dómnefndar um hæfi umsækjenda kemur fram að ekki verður gert upp á milli hæfi þeirra tveggja, að því er segir í tilkynningu.
Sett verður í embættið til og með 28. febrúar 2029. Fjórar umsóknir bárust um embættið.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.