Blikur á lofti í heimi nethernaðar

Netárásir á innviði samfélagsins eru mun skipulagðari og betur rannsakaðar …
Netárásir á innviði samfélagsins eru mun skipulagðari og betur rannsakaðar en gagnagíslatökuárásir. Ljósmynd/Colourbox

Svo virðist sem netþrjótar beini sjónum sínum í auknum mæli frá hefðbundnum netárásum til fjár, á borð við gagnagíslatöku, og að árásum á grunninnviði samfélaga, sem eru nær því að vera skemmdarverk. Skýringin kann að felast í breyttum áherslum rússneska hersins.

Valdimar Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Keystrike, segir töluvert flóknara að verjast árásum á innviði þar sem þær eru oftast betur undirbúnar og fátæklegri varnir fyrir hendi.

Að sögn Valdimars urðu breytingar á tíðni tiltekinna tegunda netárása eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem gefi vísbendingar um hvað orsaki þessa auknu ásælni netþrjóta í innviði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert