Fjölmennt var á vorfögnuði bifhjólafólks sem haldinn var í húsakynnum Ökuskóla 3 í gær á Völlunum í Hafnarfirði.
Að skipulagningu dagsins komu Samgöngustofa, Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir, Kvartmíluklúbburinn, Ökukennarafélagið og Ökuskóli 3.
Voru fundarmenn hvattir til að mæta á samkomuna á bifhjólum sínum og æfingar teknar á brautum Ökuskóla 3 og Kvartmíluklúbbsins, en einnig voru hjól til sýningar. Öryggisatriði bifhjólaaksturs voru rifjuð upp á viðburðinum og farið yfir slysaþróun, forvarnir og fræðslu fyrir sumarið.