Eldur kviknaði í bíl á Eyvindastaðavegi á Álftanesi upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn í akstri þegar eldurinn kviknaði. Ökumaðurinn komst út í tæka tíð.
Slökkviliðið mætti á vettvang og slökkti eldinn.