Framhaldsskólakennarar samþykktu

Skrifað var undir samning 17. apríl.
Skrifað var undir samning 17. apríl. mbl.is/Golli

Framhaldsskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Rúmlega 83% þeirra sem tóku afstöðu til samningsins samþykktu hann.

Samningurinn er til eins árs. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

Samningurinn var undirritaður hjá Ríkissáttasemjara þann 17. apríl síðastliðinn og stóð atkvæðagreiðsla frá 18. apríl þar til klukkan 14 í dag. 

Úrslit atkvæðagreiðslunnar 

  • Á kjörskrá voru 1.485
  • Atkvæði greiddu 808 eða 54,41%
  • Já sögðu 675 eða 83,54%
  • Nei sögðu 106 eða 13,12%
  • Auðir voru 27 eða 3,34%
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert