Framhaldsskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Rúmlega 83% þeirra sem tóku afstöðu til samningsins samþykktu hann.
Samningurinn er til eins árs. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.
Samningurinn var undirritaður hjá Ríkissáttasemjara þann 17. apríl síðastliðinn og stóð atkvæðagreiðsla frá 18. apríl þar til klukkan 14 í dag.