Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið þá sem ruddust inn í verslun á Dalvegi í Kópavogi vopnaðir hamri og kúbeini og höfðu með sér á brott peninga úr peningakassanum fyrr í vikunni.
Að sögn Gunnars Hilmarssonar aðalvarðstjóra er málið í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nýbúið var að loka versluninni á þriðjudagskvöld og starfsmaður enn inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmanninum var haldið niðri og hlaut hann áverka í andliti eftir árásina.
Lögreglan hefur undir höndum upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem voru í versluninni og er verið að rannsaka þær.
Búið er að ræða við starfsmanninn sem var beittur ofbeldinu. Gunnari segir að áverkar hans hafi verið einhverjir en ekki alvarlegir.