Þurrt sunnanlands en él fyrir norðan

Yfirleitt verður þurrt sunnanlands í dag.
Yfirleitt verður þurrt sunnanlands í dag. mbl.is/Hákon

Í dag er spáð norðan og norðaustan 5-13 metrum á sekúndu. Lítilsháttar él verða á norðanverðu landinu með hita í kringum frostmark. Yfirleitt verður þurrt sunnanlands og hiti á bilinu 5 til 13 stig, en kólnar í kvöld með stöku skúrum.

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, verður á morgun. Bjartviðri verður um landið norðvestanvert, annars skýjað með köflum, en lítilsháttar væta suðvestantil.

Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig yfir daginn, en nálægt frostmarki á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert