Starfsmenn Vegagerðarinnar hefjast strax handa ásamt ráðgjöfum við að yfirfara tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Vonast er til að hægt verði að ganga frá samningum við verktaka á þessu ári og nýja brúin verði tekin í notkun árið 2026, eins og stefnt hefur verið að.
Um langa hríð hefur verið á áætlun að byggja nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss. Gamla brúin er orðin 80 ára gömul og annar ekki stóraukinni umferð á álagstímum. Eins var talið aðkallandi að færa umferðina frá miðbæ Selfoss. Varð niðurstaðan sú að færa vegarstæðið norður fyrir miðbæinn.
Vegagerðin óskaði í byrjun mars á þessu ári eftir þátttakendum í samkeppnisútboð vegna byggingar nýrrar brúar á Ölfusá ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.