Óskað var eftir aðstoð lögreglu um áttaleytið í gærkvöldi eftir að karlmaður á fertugsaldri hafði misst stjórn á rafhlaupahjóli og dottið.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var mikil áfengislykt af manninum og var hann með þrjá stóra bjóra í vösunum.
Maðurinn hlaut sár á höfði og vinstra gagnauga og var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku til frekari aðhlynningar.
Atvikið átti sér stað við Síðumúla í Reykjavík og um leiguhjól var að ræða.