Boða til bænastundar vegna andláts Pólverjans

Bænastundin fer fram í Landakotskirkju.
Bænastundin fer fram í Landakotskirkju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan eitt í dag til styrktar fjölskyldu, vinum og kunningjum Pólverjans sem lét lífið á bíla­stæði Fjarðar­kaupa á fimmtudaginn.

Maðurinn var á þrítugsaldri og er bænastundin sérstaklega hugsuð til styrktar móður hans.

Í gærkvöldi voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts mannsins.

Í tilkynningu kemur fram að búast megi við að Pólverjar og Íslendingar komi saman til að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar okkar og lands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert