Lögreglan segist nú hafa myndband af árásinni við Fjarðarkaup undir höndum. Verið sé að athuga hvort að það hafi farið í dreifingu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Pólskur karlmaður, 27 ára að aldri, var þar stunginn til bana með eggvopni.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í dag að lögregla hefði lagt hald á hníf sem talið er að hafi verið notaður í árásinni.
Mun hann hafa fundist skammt frá vettvangi.
Þá sagði hann fleiri húsleitir hafa verið framkvæmdar.