Kári S. Friðriksson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir hlutfall fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði nú á svipuðum slóðum og árið 2017. Breytingin sé marktæk og veruleg.
Máli sínu til stuðnings gerði hann meðfylgjandi gröf sem hér eru endurgerð. Þau eru unnin úr tölum HMS yfir fyrstu kaupendur á hverjum ársfjórðungi.
Fjallað var um stöðu fyrstu kaupenda á markaðnum í Morgunblaðinu í fyrradag og fylgdi með graf sem sýndi hlutfall þeirra á fyrsta ársfjórðungi árin 2013 til 2023 í átta landshlutum. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, sagði þar að lækkandi hlutfall fyrstu kaupenda myndi birtast skýrar þegar tölur fyrir annan ársfjórðung liggja fyrir.
Kári segir greiningu á þessum tölum sýna fram á skarpari breytingu en ætla mætti út frá grófum tölum. Um er að ræða hlutfall fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar má lesa um málið í laugardagblaði Morgunblaðsins