Mátti ekki sækja ferðamenn

Ferðamenn í miðborginni. Mynd úr safni.
Ferðamenn í miðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni var tilkynnt um ökumann hópbifreiðar í miðborginni í dag. Segir í dagbók lögreglunnar að ökumaðurinn hafi verið að sækja þangað ferðamenn.

Þegar nánar var að gáð reyndist viðkomandi ekki með tilskilin leyfi til þess.

Tilkynnt var einnig um eld á svölum í heimahúsi í Hlíðunum, sem reyndist vera reykur frá grilli.

Þá skullu bifreið og bifhjól saman í Laugardal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert