Rampur númer 450 vígður

Þeir Sævar Jóhann Sigursteinsson og Hlynur Guðmundsson, hársnyrtar, buðu Hákoni …
Þeir Sævar Jóhann Sigursteinsson og Hlynur Guðmundsson, hársnyrtar, buðu Hákoni Atla Bjarkasyni, íbúa á Garðatorgi, að vígja rampinn. Ljósmynd/Golli

Á undanförnum dögum hafa 36 fyrirtæki fengið nýja eða uppfærða rampa í Garðabæ á vegum verkefnisins Römpum upp Ísland. Frá því að verkefnið var sett af stað hafa 450 rampar verið settir upp á landsvísu en markmiðið er að ramparnir verði 1500 á fjórum árum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ.

Rakarastofa Garðabæjar hlaut þann heiður að fá ramp númer 450. Þeir Sævar Jóhann Sigursteinsson og Hlynur Guðmundsson, hársnyrtar, reka stofuna og buðu þeir Hákoni Atla Bjarkasyni, íbúa á Garðatorgi, að vígja rampinn formlega í gær.

Meðal þeirra sem hafa fengið uppfærslur á römpum í Garðabæ …
Meðal þeirra sem hafa fengið uppfærslur á römpum í Garðabæ eru hársnyrtistofur, verslanir, kaffihús og ísbúð. Ljósmynd/Gulli

Mikilvægt jafnréttismál

„Mig langar auðvitað að þakka Römpum upp Ísland fyrir þeirra góða framlag hér í bænum, það hefur verið gaman að fylgjast með þeim að störfum. Römpum upp verkefnið er gott og löngu tímabært framtak og mikilvægt jafnréttismál,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, í tilkynningunni.

Meðal þeirra sem hafa fengið uppfærslur á römpum í Garðabæ eru hársnyrtistofur, verslanir, kaffihús og ísbúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert