Reyndi að stela hraðbanka í Hafnarfirði

Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu var tilkynnt um aðila að reyna stela hraðbanka í Hafnarfirði í nótt. Á vettvangi mátti sjá að búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Bifreiðin var mannlaus og er málið nú í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Í nótt barst lögreglu einnig tilkynning um börn að leika sér í gröfu. Börnin höfðu kveikt á henni og voru að aka um. Tilkynnanda tókst að hræða þau á brott og voru þau því farin þegar lögreglu bar að.

Missti stjórn á rafhlaupahjóli

Í miðbænum var einn handtekinn í nótt vegna hópslagsmála. Var hann vistaður í fangageymslu í þágu málsins.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna aðila sem hafði missti stjórn á rafhlaupahjóli. Var hann fluttur með sjúkrabifreið til frekari aðhlynningar. 

Einnig var óskað eftir aðstoð lögreglu í Vesturbænum eftir að bifhjóli var ekið glæfralega og næstum ekið á mann.

Bauð ungmennum fíkniefni

Í Kópavogi var lögreglu tilkynnt um aðila vera að bjóða ungmennum ávana- og fíkniefni.

Þá var tilkynnt um dreng með hníf í hverfi 109.

Einnig barst lögreglu tilkynning um dauðann kött á Suðurlandsvegi. Við eftirgrennslan reyndist kötturinn þó vera rifin úlpa í vegkantinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert