Hús íslenskunnar var vígt á miðvikudaginn og nú styttist í að Hús íslenskra ríkisfjármála verði tekið í notkun.
Hús íslenskra ríkisfjármála er í Katrínartúni 6 við Höfðatorg. Þar verða Skatturinn og Fjársýsla ríkisins til húsa næstu áratugina hið minnsta, því ríkið hefur leigt húsið af Íþöku fasteignafélagi til næstu 30 ára og er samningurinn með framlengingarákvæði.
Ekki hefur verið efnt til nafnasamkeppni fyrir húsið líkt og í tilviki Eddu, hvað sem síðar kann að verða.
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.