Lögreglu var tilkynnt um karlmann sem var sagður vera að bjóða ungum stúlkum kókaín við Engihjalla í Kópavogi í gærkvöldi.
Lögregla svipaðist um eftir manninum á vettvangi en varð ekki vör við hann.
Tilkynningin barst lögreglu um klukkan hálf ellefu og var maðurinn meðal annars sagður vera undarlegur í háttum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnandi fjórtán ára gamall.