Skoða hvort myndskeið af árásinni sé í dreifingu

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fengið upp­lýs­ing­ar um að mynd­band af árás­inni sem fram­in var á fimmtu­dag­inn á bíla­stæði Fjarðar­kaupa sé í dreif­ingu.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son­, yf­ir­maður miðlægr­ar deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Pólsk­ur maður á þrítugs­aldri lést í kjöl­far árás­ar­inn­ar en hann var með fleiri en einn stungu­áverka. Fjór­ir ein­stak­ling­ar hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins.

Rann­saka hvernig mynd­bandið var tekið upp

Lög­regl­an hef­ur ekki séð mynd­bandið sem hún hef­ur fengið upp­lýs­ing­ar um að sé í dreif­ingu.

„Við höf­um upp­lýs­ing­ar um það að það kunni að vera að það sé í dreif­ingu ein­hvers­kon­ar mynd­efni sem teng­ist þess­ari árás. Það er eitt­hvað sem við erum með til rann­sókn­ar,“ seg­ir Grím­ur.

Þetta er þá mynd­band sem meint­ir árás­ar­menn hafa tekið upp?

„Það er hluti af því sem við erum að rann­saka, hvernig þetta hef­ur verið tekið upp.“

Hafið þið séð þetta mynd­band?

„Við höf­um ekki fengið utan úr bæ nein mynd­bönd enn þá nei. En við erum með til rann­sókn­ar hvort því hafi verið dreift.“

Grímur vildi hvorki gefa upp aldur né kyn þeirra einstaklinga …
Grím­ur vildi hvorki gefa upp ald­ur né kyn þeirra ein­stak­linga sem eru í gæslu­v­arðhaldi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafa farið í hús­leit­ir

Í gær fór lög­regl­an í hús­leit­ir vegna rann­sókn­ar sinn­ar á and­láti manns­ins. Grím­ur vildi ekki gefa upp hvort lög­regla hafi lagt hald á ein­hverja muni.

Lög­regla hef­ur hins veg­ar lagt hend­ur á það vopn sem hún tel­ur hafa orðið mann­in­um að bana. Vopnið fannst ná­lægt vett­vangi í gær. „Við erum með í okk­ar hönd­um það vopn sem við telj­um að hafi verið notað, sem er hníf­ur,“ seg­ir Grím­ur.

Þá hef­ur lög­regl­an skoðað mynd­efni úr eft­ir­lits­mynda­vél­um sem eru í grennd við Fjarðakaup. Seg­ir Grím­ur mynd­efnið hafa skilað ár­angri: „Við höf­um haft ár­ang­ur sem erfiði að ein­hverju leyti. 

Ákveðinn aðdrag­andi

Að sögn Gríms er ekk­ert sem bend­ir til þess að þeir ein­stak­ling­ar sem eru í gæslu­v­arðhaldi hafi þekkt hinn látna.

„Við treyst­um okk­ur ekki til að full­yrða um það á þessu stigi en það bend­ir ekki til þess að það hafi verið tengsl á milli þeirra.“

Spurður hvort lög­regla hafi hug­mynd um at­b­urðarás­ina sem leiddi til árás­ar­inn­ar seg­ir Grím­ur:

„Við þessa rann­sókn höf­um við aflað gagna sem benda til ákveðins aðdrag­anda að árás­inni en það er ekki tíma­bært að fara út í það. “

Greina ekki frá kyni þeirra sem eru í varðhaldi

Í gær­kvöldi voru fjór­ir ein­stak­ling­ar und­ir tví­tugu úr­sk­urðaðir í gæslu­var­hald vegna máls­ins. DV grein­ir frá að um sé að ræða þrjá pilta og eina stúlku. Grím­ur vildi ekki staðfesta hvort það væri rétt.

„Þetta er auðvitað viðkvæmt þegar fólk sem er svona ungt er grunað um svona al­var­lega hátt­semi. Þannig að við vilj­um fara var­lega í alla umræðu um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert