Þrír rændir í Breiðholti

Horft yfir Breiðholtið.
Horft yfir Breiðholtið. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að þrír hefðu verið rændir í Breiðholti.

Í dagbók lögregluembættisins segir að málið sé til rannsóknar.

Einnig er þar greint frá tilkynningu um mann með hníf innanklæða í Hlíðunum. Reyndist það ekki vera hnífur, en þó áhald því líkt, eins og segir í dagbókinni.

Tilkynnt var einnig um mann sem mun hafa verið að skoða inn í bifreiðar í Hafnarfirði. Ekki er greint nánar frá málavöxtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert