Tíðindalítið veður um helgina

Á morgun er útlit fyrir hægan vind og bjart veður …
Á morgun er útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða um land. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Það er útlit fyrir tíðindalítið veður um helgina. Norðaustlæg eða breytileg átt verður í dag og víða verður gola eða kaldi. 

Þetta kemur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Bjart víða um land á morgun

Það verður léttskýjað um landið norðvestanvert, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og suðvestantil eru líkur á lítilsháttar vætu. 

Hiti verður yfir daginn frá frostmarki norðaustanlands, upp í sjö stig sunnan heiða, en það má búast við næturfrosti um mest allt land.

Á morgun er útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða um land, en þó eru líkur á stöku skúrum við suðurströndina. Hiti breytist lítið.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert