Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, vekur í dag athygli á djúpstæðum tengslum landsins við Norðurlöndin.
Þetta gerir hann í tísti og deilir myndskeiði með, þar sem tengsl þjóðanna allt frá víkingaöld eru rakin.
Ferðir víkinga um ána Dnjepr og byggðir þeirra þar eru sagðar hafa lagt grunninn að ríkinu Úkraínu, og gert Kænugarð að höfuðstað landflæmisins.
Þá er vísað til Íslendingasagnanna og bent á að þar sé oft minnst á Garðaríki, sem þakti landsvæðið þá, sem mikilvægan hluta af menningarsvæði norrænna manna.
Nú berjist svo allar þjóðirnar fyrir frjálsri framtíð Evrópu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tekur undir þetta og segir það merkilegt hversu rík þessi sameiginlega saga sé, og hversu djúpt ræturnar liggi.
„Samband Norðurlandanna og Úkraínu er sterkt. Ísland er stolt af því að vera vinur Úkraínu og það er mér heiður að vera vinur þinn, kæri Dmítró.“
Spot on @DmytroKuleba! It‘s remarkable how rich our common history is and how deep those roots lie. The relationship between the Nordic countries and Ukraine is strong. Iceland is proud to be a friend to Ukraine and I am honored by your friendship, dear Dmytro. https://t.co/a5NDquAHNX
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) April 22, 2023