„Viljum ekki að fólk láti lífið með þessum hætti“

Í Landakotskirkju í dag.
Í Landakotskirkju í dag. mbl.is/Óttar

Bænastund var haldin í Landakotskirkju í Reykjavík í dag til styrktar fjölskyldu og vinum mannsins sem lést á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði á fimmtudag. Tilgangur hennar var að kalla fólk saman til þess að sameinast á erfiðri stundu.

Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, boðaði til bænastundarinnar. Hann segir vel hafa gengið og marga Íslendinga og Pólverja hafa mætt til að styðja fjölskylduna. Þá hafi margir Hafnfirðingar boðið fram aðstoð sína.

Bænastundin var sérstaklega hugsuð til styrktar móður hans sem var viðstödd bænastundina.

Bænastund var haldin í Landakotskirkju í dag til styrktar fjölskyldu …
Bænastund var haldin í Landakotskirkju í dag til styrktar fjölskyldu og vinum mannsins sem lést á fimmtudag. mbl.is/Óttar

Hinn látni var 27 ára

Maðurinn, sem var pólskur, var 27 ára og átti eina tveggja ára dóttur, að sögn Kristófers.

Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna andlátsins og eru allir undir tvítugu. Hann segir móðurina ekki vera reiða foreldrum þeirra sem eru í varðhaldi, en sorgin sé gríðarlega mikil.

Maðurinn var kaþólskur og var bænastundin þess vegna haldin í Landakotskirkju. Andlátið hefur tekið mikið á kaþólska samfélagið, sem og pólska samfélagið á Íslandi.

Íslendingar og Pólverjar mættu í Landakotskirkju í dag.
Íslendingar og Pólverjar mættu í Landakotskirkju í dag. mbl.is/Óttar

„Að mínu mati er kirkjan til þess að gefa okkur von og styrkja okkur. Við viljum ekki samþykkja svona háttsemi og við viljum ekki að fólk láti lífið með þessum hætti.“

Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri fyrir Support for Ukraine Iceland, boðaði til …
Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri fyrir Support for Ukraine Iceland, boðaði til bænastundarinnar. mbl.is/Óttar

Kristófer vill að lokum þakka íslensku samfélagi og þeim sem komu saman í kirkjunni í dag.

„Við þurfum sem samfélag að standa saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert