Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur kviknað í 24 bifreiðum í umferðinni.
Grétar Þór Þorsteinsson, sérfræðingur í brunavörnum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að tjón sem þessi komi yfirleitt í sveiflum eins og önnur tjón sem verði vegna eldsvoða. Aukning þeirra og minnkun taki yfirleitt tvo til þrjá mánuði í senn. Það sama eigi við um eld sem kvikni t.d. í húsbyggingum.
Árið 2022 brunnu 93 fólksbifreiðar þannig að ekki er um merkjanlega aukningu að ræða milli ára en tjón þeirra sem verða fyrir því að ökutæki þeirra fuðri upp er umtalsvert. Árið 2021 kviknaði í 91 bíl.
Grétar segir fjölda tjóna vegna bruna vera nálægt meðaltalinu eins og staðan er í dag. Þó sé aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegri tjón komi upp á Íslandi. Bílar frá sömu framleiðendum séu á götunum hér og í öðrum löndum. „Þetta er spurning um magn og tíðni.“
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins