Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur í dag. Við handtöku hrækti hann á lögregluþjón og var vistaður í fangageymslu í kjölfarið.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá náðust einnig myndir af manni við listsköpun án samþykkis, eða öllu heldur veggjakrot, í miðbænum.
Einnig voru ógnandi tilburðir í verslun á Völlunum í Hafnarfirði tilkynntir en þegar lögreglu bar að var engan að sjá.