Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, kveðst hafa lent í óskemmtilegri reynslu á skyndibitastaðnum Mandi í gærkvöldi.
Greindi hún frá því í tísti í nótt að starfsmaður staðarins hefði kallað hana „kúrdíska hóru“ á arabísku, haldandi að hún skildi ekki málið.
hápunkturinn minn á djamminu í kvöld var þegar afgreiðslugæjinn á mandí kallaði mig “kúrdíska hóru” á arabísku 💞💞💞💞 (hann vissi ekki ég skildi arabísku)
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 23, 2023
hvers vegna kallaði hann mig hóru? jú það var því ég hef talað við karlmenn fyrir framan hann án þess að vera gift þeim og honum fannst það “til skammar”
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 23, 2023
eina sem er til skammar er tilætlunarsemin um að ég hagi mér eins og arabi/kúrdi jafnvel þó eg fæddist hér og ólst upp hér
Nýverið var stofnandi staðarins, Hlal Jarah, dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn konu árið 2020.
Staðurinn hefur skipt um eigendur frá því það mál kom upp.