Kveðst hafa verið kölluð „kúrdísk hóra“

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata. mbl.is/Hákon

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, kveðst hafa lent í óskemmtilegri reynslu á skyndibitastaðnum Mandi í gærkvöldi. 

Greindi hún frá því í tísti í nótt að starfsmaður staðarins hefði kallað hana „kúrdíska hóru“ á arabísku, haldandi að hún skildi ekki málið.

Nýverið var stofnandi staðarins, Hlal Jarah, dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn konu árið 2020.

Staðurinn hefur skipt um eigendur frá því það mál kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert