„Er þetta pípulagningamaðurinn?“ spurði Eiríka Kristín Þórðardóttir upplitsdjörf þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í vikunni.
„Fyrirgefðu,“ sagði hún ekki eins áköf, þegar annað kom í ljós. „Ég á nefnilega von á pípara,“ hélt hún áfram og bætti við að auk þess væri önnur rúðuþurrkan á bílnum biluð og hún væri að bíða eftir að fá að vita hvort hún fengi stykki sem vantaði á viðráðanlegu verði. „Það kostar annars tugi þúsunda.“
Eiríka fagnaði 95 ára afmælinu í Reykjavík 28. mars og skömmu síðar hélt stórfjölskyldan að einum dóttursyni undanskildum, alls 47 manns, til Tenerife, þar sem hún naut lífsins í viku.
„Þórunn dóttir mín skipulagði túrinn vel. Við fengum sól alla daga, ég var sótt í morgunverð á morgnana og mér skilað inn í öryggið aftur á kvöldin.“
Lesa má meira í Morgunblaðinu sem út kom í gær, laugardag.