Mesti hiti á landinu í dag var á Hvanneyri þar sem hiti mældist 10 gráður og á Húsafelli var hitinn 9,8 gráður og 9,7 gráður á Korpu. Minnstur var hiti á láglendi á Staðarhóli fyrir norðan þar sem var 10 stiga frost.
Talsverð úrkoma var á Suðurlandi og mældist mest í Vestmannaeyjum 10,1 ml, en einnig var talsverð úrkoma í Þykkvabæ og aðeins minni á Selfossi. Vindur við Stórhöfða og Reykjanesvita fór í 11,9 metra á sekúndu.
Veðurfar mun verða svipað næstu daga segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, og segir ólíkt að fólk muni kvarta undan hita.
„Það verður svalast á norðausturhluta landsins. Þar verða óverulegar breytingar á veðurfari næsta sólarhringinn, bætist kannski aðeins í vindinn, en síðan mun kólna og hiti verða við frostmark og jafnvel gæti snjóað þegar líður á vikuna.“
Hún segir að það verði aðeins mildara á Norðvesturlandi.
„Suðvestanlands gæti hitinn verið í kringum 8-9 gráður og frekar úrkomulítið í höfuðborginni. Vorið lætur aðeins bíða eftir sér,“ segir Birta að lokum.